BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar á fullu með landsliðum Íslands

02.03.2012

Næsti leikur Blika í Lengjubikarnum er við Fram í Kórnum klukkan 18:00 þriðjudaginn 6. mars. Þar má búast við hörku leik enda liðin sigursæl á undirbúnings tímabilinu. Bæði lið eru með 6 stig í Lengjubikarnum. Fram eru Reykjavíkurmeistarar 2012. Breiðablik vann Fótbolta.net mótið en þar etja saman kappi lið á Stór-Faxaflóasvæðinu að frátöldum Reykjavikurliðum. Miðað við úrslit í leikjum Breiðabliks og Fram á undanförnum árum verður að segja að líklegustu úrslitin verði jafntefli.

En leikjahléið í Lengjubikarnum er vegna landsleikjanna við Japan, Svartfjallaland og Aserbaidsjan þar sem Breiðabliki átti samtals 8 leikmenn: 

Gegn Japan 24. Feb, 2012: Guðmundur Kristjánsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Elfar Freyr Helgason og Steinþór Freyr Þorsteinsson.

Gegn Svartfjallalandi 29. Feb, 2012: Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson..

U21 gegn Aserbaídsjan 29. Feb, 2012: Finnur Orri Margeirsson og Kristinn Steindórsson.

Og við blikar getum verið stolt af landsliðsstelpunum okkar en núna á næstu dögum eigum við 13 leikmenn sem taka þátt í verkefnum með U16, U17, U19 og A landsliðinu.

U16: Hrefna Guðrún Pétursdóttir, Steinunn Sigurjónsdóttir, Sunna Baldvinsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir.

U17: Ella Dís Thorarensen, Rakel Ýr Einarsdóttir og Guðrún Arnardóttir.

U19: Ásta Eir Árnadóttir, Þórdís Sigfúsdóttir og Fjólla Shala

A-landslið Íslands: Rakel Hönnudóttir, Fanndísi Friðriksdóttur og Greta Mjöll Samúlesdóttir

Áfram Breiðablik!

Til baka