BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Þyrí Ljósbjörg skrifar undir hjá Blikum

03.06.2021

Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik.

Þyrí Ljósbjörg hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Þyrí verður 18 ára í júlí á þessu ári. Hún er fjölhæfur leikmaður sem leikur jafnt á miðju sem og vörn. Hún les leikinn vel og hefur gott auga fyrir spili. Þyrí hefur þegar leikið 9 meistaraflokksleiki fyrir Augnablik.

Það verður spennandi að fylgjast með Þyrí halda áfram að þróa sinn leik. Til hamingju með samninginn.

Til baka