BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Vigdís Lilja skrifar undir samning

15.11.2020

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Vigdís Lilja er fædd árið 2005 og er sóknarsinnaður leikmaður. Vigdís er þegar komin með góða reynslu í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur. Hún á að baki 19 leiki með meistaraflokki Augnabliks og hefur skorað í þeim 8 mörk.

Eftir að hafa leikið með Augnablik fyrrihluta tímabils var Vigdís kölluð í meistaraflokk Breiðabliks í byrjun september. Síðan þá hefur Vigdís leikið þrjá leiki í Pepsi Max deildinni og einn leik í Mjólkurbikarnum.

Við óskum Vigdísi Lilju til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.

Til baka