Vigdís Lilja skrifar undir nýjan samning
29.03.2022
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks.
Vigdís Lilja verður 17 ára í apríl. Hún var á láni hjá Augnablik í 1.deildinni fyrri hluta síðasta keppnistímabils og skoraði þar 9 mörk í 12 leikjum í deild og bikar.
Vigdís Lilja var kölluð til baka í meistaraflokk Breiðabliks seinni hluta tímabilsins 2021. Hún lék 4 leiki í deild og bikar með Breiðablik og skoraði eitt mark. Auk þess tók hún þátt í 6 leikjum Breiðabliks í meistaradeild Evrópu og var í byrjunarliðinu þegar Breiðablik mætti PSG í París í lokaleik síðasta keppnistímabils.
Alls hefur Vigdís Lilja leikið 23 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og skorað í þeim 1 mark. Auk þess hefur hún leikið 32 leiki á láni með Augnablik og skorað í þeim 19 mörk.
Vigdís Lilja á að baki 8 leiki með yngri landsliðum Íslands og hefur skorað í þeim 2 mörk.
Það er mikið fagnaðarefni að Vigdís Lilja sé búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið. Það verður spennandi að fylgjast með þessum öfluga leikmanni í sumar.
Hér Handsala Ási og Vigdís Lilja nýja samninginn.