BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Vigdís Edda skrifar undir nýjan samning

14.07.2021

Vigdís Edda Friðriksdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu út næsta tímabil.

Vigdís Edda er 21 árs miðjumaður og kom til Blika fyrir tæpum tveimur árum frá Tindastóli, þar sem hún var í lykilhlutverki.

Hún þreytti frumraun sína í efstu deild í fyrra og hefur alls spilað 29 leiki og skorað sex mörk með Breiðabliki.

Hún skoraði meðal annars sigurmarkið í uppbótartíma gegn Þrótti á dögunum.

Breiðablik fagnar því að Vigdís Edda verði áfram í herbúðum félagsins.

Hún hefur komið inn af krafti, vaxið mikið sem leikmaður og verið góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur jafnt innan sem utan vallar.

Til baka