BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ungar skrifa undir hjá Blikum

13.01.2023 image

Undanfarnar vikur hefur knattspyrnudeildin verið að kynna samninga undirskriftir við þessar ungu og efnilegu framtíðarleikmenn meistaraflokks kvenna.

Katla Guðmundsdóttir semur við Breiðablik!

Katla Guðmundsdóttir hefur undirritað samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Katla er 15 ára sóknarmaður. Hún hefur leikið tvo landsleiki með U15 ára landsliði Íslands og skoraði í þeim þrjú mörk.

Hún er í hópi Augnabliks fyrir komandi tímabil og verður gaman að fylgjast með henni á vellinum í sumar!

Til hamingju Katla – áfram Breiðablik!

image

Katla Guðmundsdóttir / Mynd: Breiðablik

Breiðablik semur við Bryndísi Höllu!

Bryndís Halla Gunnarsdóttir undirritaði nýverið samning við knattspyrnudeild Breiðabliks!

Bryndís er 15 ára miðjumaður sem hefur nú þegar leikið 8 landsleiki með U16 og U17 landsliðum Íslands.

Hún er í liði Augnabliks fyrir komandi tímabil og verður gaman að fylgjast með henni á Kópavogsvellinum í sumar!

Til hamingju Bryndís og áfram Breiðablik!

image

Bryndís Halla Gunnarsdóttir / Mynd; Breiðablik

Sigrún semur við Breiðablik!

Sigrún Guðmundsdóttir skrifaði á dögunum undir samning við Breiðablik. Sigrún er 18 ára gömul og ein af leiðtogum Augnabliksliðsins.

Hún er miðjumaður en hefur einnig leyst stöðu miðvarðar.

Á seinasta tímabili spilaði Sigrún 14 leiki í deild og bikar með Augnablik.

Við óskum Sigrúnu til hamingju með nýja samninginn - áfram Breiðablik!

image

Sigrún Guðmundsdóttir / Mynd: Breiðablik

Breiðablik semur við Melkorku Kristínu!

Melkorka Kristín Jónsdóttir skrifaði á dögunum undir samning við Breiðablik. Melkorka er 15 ára sóknarmaður og hefur leikið tvo landsleiki með U15 ára landsliði Íslands.

Hún er í leikmannahópi Augnabliks fyrir komandi tímabil en hún lék fjóra leiki með liðinu á árinu sem nú er senn á enda.

Við fylgjumst vel með Melkorku á vellinum - áfram Breiðablik!

image

Breiðablik semur við Söru Rún!

Sara Rún Antonsdóttir hefur gert sinn fyrsta samning við Breiðablik. Sara er varnarmaður, fædd árið 2007 og því 15 ára gömul.

Hún er í leikmannahópi Augnabliks fyrir komandi tímabil en hún kom við sögu í einum leik hjá liðinu síðastliðið sumar.

Við hlökkum til að sjá Söru vaxa - áfram Breiðablik!

image

Sara Rún Antonsdóttir / Mynd: Breiðablik

Breiðablik semur við Sunnu Kristínu

Sunna Kristín Gísladóttir undirritaði á dögunum sinn fyrsta samning við Breiðablik. Sunna er 15 ára miðjumaður sem hefur leikið tvo landsleiki með U15 landsliði Íslands.

Í fyrra steig hún sín fyrstu skref í liði Augnabliks og er hún nú í hópi liðsins fyrir næsta tímabil.

Við fylgjumst vel með Sunnu á næstu misserum - áfram Breiðablik!

image

Sunna Kristín Gísladóttir / Mynd: Breiðablik

Til baka