BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Taylor og Zandy spila áfram með Breiðabliki

12.02.2022 image

Taylor og Zandy spila áfram með Breiðabliki

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur samið á ný við þær Taylor Ziemer og Zandy Soree og taka þær slaginn áfram með bikarmeisturunum á komandi leiktíð.

Taylor kom af krafti inn í íslenska boltann í fyrra, var í stóru hlutverki með Blikum og skoraði nokkur glæsimörkin með sínum öfluga vinstri fót. Þá var hún ekki síður mikilvæg liðinu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í haust.

image

TAYLOR ZIEMER

Zandy, sem er belgísk landsliðskona, kom til Blika fyrir átökin í Meistaradeildinni og sýndi lipra takta. Hún hafði þá ekki spilað í nokkurn tíma og því má búast við enn meiru af henni nú í meiri leikæfingu.

image

ALEXANDRA SOREE

Blikar fagna því mjög að hafa framlengt samninga við þessa tvo öflugu leikmenn, sem hafa ekki aðeins sannað mikilvægi sitt á vellinum heldur einnig smellpassað inn í hópinn og samfélagið hjá Blikum. Við hlökkum mikið til að fylgjast með þeim á komandi tímabili.

Velkomnar aftur, Taylor og Zandy!

Til baka