Sólrún Ósk semur við Breiðablik
03.03.2022
Sólrún Ósk Helgadóttir hefur samið við Knattspyrnudeild Breiðabliks!
Sólrún Ósk er öflugur markmaður, hávaxin og sterk. Hún er góð í návígjum og stýrir vörninni fyrir framan sig vel.
Við erum spennt að fylgjast með Sólrúnu bæta sig enn meira á komandi árum og hlökkum til framtíðarinnar.
Sólrún er líka yngri systir Andreu Ránar Hauksdóttur sem nú leikur í atvinnumennsku í Mexíkó svo að þau eru hæg heimantökin!