BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Selma Sól til Noregs

20.01.2022 image

Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá Rosenborg í Selmu Sól Magnúsdóttir og hefur hún náð samkomulagi um tveggja ára samning við norska liðið. Selma Sól er 23 ára gömul, Bliki í húð og hár og spilaði sinn fyrsta leik með liðinu í efstu deild árið 2013, aðeins fimmtán ára gömul. Síðan þá eru leikirnir orðnir 137 og mörkin 27 í öllum keppnum.
 

Selma Sól hefur verið í lykilhlutverki með Blikum síðustu ár og unnið allt sem hægt er að vinna í Kópavoginum. Hún hefur jafnframt spilað sextán A-landsleiki og áður fjölda leikja með yngri landsliðum. Hún lagði hart að sér að koma til baka eftir erfið meiðsli sem hún lenti í fyrir tveimur árum og það er því sérlega gleðilegt að sjá hana taka skrefið út í atvinnumennsku.

Blikar óska Selmu alls hins besta í Noregi en hún hefur verið frábær liðsmaður í Kópavoginum og mikil fyrirmynd jafnt innan sem utan vallar.

Gangi þér vel Selma Sól

image

Mynd: Hafliði /Fótbolti.net

Til baka