BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Selma Sól Magnúsdóttir lánuð í Fylki

22.04.2015

Breiðablik hefur lánað Selmu Sól Magnúsdóttur leikmann 2. flokks og mfl. kvk yfir í Fylki fyrir komandi tímabil.

Selma Sól sem verður 17 ára gömul á morgun hefur verið lykilmaður í sigursælum yngri flokkum Breiðabliks. 

Selma hefur spilað 4 leiki í Pepsí deildinni með Breiðablik og á að baki 12 leiki með U17 landsliði Íslands.

Hjá Fylki hittir Selma fyrir systur sína, Söndru Sif, sem gekk í raðir félagsins frá FH í vetur. 

Til baka