BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Rakel Ýr Einarsdóttir gerir nýjan þriggja ára samning

25.10.2013

Rakel Ýr Einarsdóttir er fædd árið ´95 og er ein af efnilegustu leikmönnum Breiðabliks.
Hún gekk til liðs við okkur í Breiðablik frá Leikni í Breiðholtinu fyrir þremur árum síðan.
Hún á 14 leiki með U17 ára landsliðinu og 1 með U 19 ára liðinu. Rakel lék 7 leiki í Pepsídeildinni í ár en alls hefur hún leikið 24 leiki fyrir Breiðablik í Pepsídeildinni og skorað 1 mark.
Hún átti einnig stóran þátt í að 2. flokkur varð Íslands- og bikarmeistari í ár.

Til baka