BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Rakel Hönnudóttir íþróttakona Kópavogs

10.01.2014

Rakel Hönnudóttir knattspyrnukona úr Breiðablik var útnefnd íþróttakona Kópavogs. Rakel hefur verið lykilleikmaður í liði Breiðabliks sem vann m.a. bikarmeistaratitilinn s.l. sumar.
Knattspyrnudeild Breiðabliks er virkilega stolt af sínum leikmanni og óskar Rakel innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Umfjöllun á kfrettir.is
Rakel Hönnudóttir gekk til liðs við Breiðablik fyrir tímabilið 2012. Frá þeim tíma hefur hún verið lykilmaður liðsins, leikið 32 leiki og skorað í þeim 19 mörk. Í úrslitaleik Borgunarbikarsins skoraði hún sigurmarkið í 2-1 sigri á Þór/KA og tryggði þar með Breiðabliki fyrsta stóra titilinn frá árinu 2005 í kvennaboltanum. Í umsögn íþróttaráðs segir að Rakel sé vel að tilnefningunni komin þar sem hún er mikil fyrirmynd allra ungra knattspyrnukvenna hvort sem er innan eða utan vallar. 

Þess má einnig geta að kraftlyftingamaðurinn Auðunn Jónsson var valinn íþróttakarl Kópavogs og sendir knattspyrnudeildin Auðunni hamingjuóskir með viðurkenninguna.

Til baka