BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi Max deild kvenna 2021: Breiðablik - Fylkir

03.05.2021

Nú er komið að því að boltinn fari aftur að rúlla í PepsíMax deild kvenna. Blikastelpurnar mæta Fylki á Kópavogsvelli annað kvöld þriðjudag kl.19.15.

Fylkisliðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár og er spáð góðum árangri í sumar. Blikaliðið er í miklum uppbyggingarfasa með nýjan þjálfara, Vilhjálm Haraldsson og nokkra nýja leikmenn. Það má því búast við hörkuviðureign á Kópavogsvelli á þriðjudagskvöldið.

Miklar takmarkanir eru enn á áhorfendafjölda á fyrstu leikjum sumarsins og ljóst að færri komast að en vilja. Það að hafa aðeins tvö sóttvarnarhólf með samtals 200 áhorfendum á Kópavogsvelli dugar skammt fyrir okkar stóra og trausta hóp stuðningsfólks.

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ákveðið að þeim miðum sem eru í boði á fyrstu leiki meistaraflokka karla og kvenna verði úthlutað á eftirfarandi hátt.

     Blikaklúbbsmeðlimir og Kópacabana fá í kringum 70% af miðum sem er í boði

     Aðalstyrktaraðilar knattspyrnudeildar í kringum 25%

     Gestaliðið skv. samkomulagi ÍTF milli félaganna í efstu deild 5%

Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur hér sem fyrst og tryggja ykkur miða. Fyrstir koma, fyrstir fá! Skráning fer fram HÉR

Ef einhverjir miðar verða afgangs fara þeira í almenna sölu um hádegið þriðjudaginn 4. maí. Knattspyrnudeild Breiðabliks hvetur yngri iðkendur félagsins til þess að koma saman í minni hópum (innan þeirra samkomutakmarka sem gilda) og horfa á leikinn í sjónvarpi saman en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Okkur þykir miður að öllu okkar frábæra stuðningsfólki standi það ekki til boða að mæta á völlinn en þetta er staðan í þjóðfélaginu í dag.

Dagskrá

Hamborgarar á grillinu og meðlæti í sjoppunni. Njótið vel!

Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport.

Leikurinn verður flautaður á k.19:15!

Til baka