BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Þórdís Katla skrifar undir samning

26.02.2021

Þórdís Katla Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks sem gildir út árið 2023. Hún er kröftugur miðjumaður sem getur einnig leikið á köntunum. Hún er vinnusöm og býr yfir góðri sendingagetu. Þórdís Katla varð 17 ára í janúar síðastliðnum.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Þórdís þegar öðlast dýrmæta reynslu í meistaraflokki en hún hefur leikið 27 leiki með Augnabliki í deild og bikar og skorað í þeim 3 mörk. Þá á Þórdís þegar að baki 5 landsleiki með yngri landsliðum Íslands þar sem hún hefur skorað 1 mark.

Við hlökkum til að fylgjast með þessum efnilega leikmanni halda áfram að þróa sinn leik. Til hamingju með samninginn Þórdís.

Til baka