BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Nichole Persson semur við Breiðablik

25.07.2022 image

Sænski markvörðuinn Nichole Persson hefur skrifað undir samning við Breiðablik út keppnistímabilið.

Nichole er 26 ára gömul og kemur frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Piteå IF þar sem hún lék 14 deildarleiki í fyrra. Þar á undan lék hún með Djurgården IF og Brommapojkarna í Svíþjóð.

Á sama tíma kveðjum við Anítu Dögg Guðmundsdóttur í bili en hún er farin aftur til Bandaríkjanna til náms

Við bjóðum Nichole Persson hjartanlega velkomna í Breiðablik og hlökkum til að sjá hana á vellinum.

image

Ásmundur Arnarson þjálfari og Nichole Persson handsala hér samkomulagið.

Til baka