BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Mikilvægasti leikur sem íslenskt félagslið hefur spilað

07.09.2021

Eftir traustvekjandi jafntefli gegn á útivelli gegn króatísku meisturunum í ŽNK Osijek er nú fram undan hjá Breiðablikskonum hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið kemst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta er mikilvægari leikur en nokkurt íslenskt kvennalið (jafnvel karlalið) hefur spilað um hríð. Breiðablikskonur fóru alla leið í riðlakeppnina 2019 en umgjörðin nú, skipulag keppninnar og veganesti liðanna af hálfu Evrópska knattspyrnusambandsins er allt annað.

Breiðabliksstelpurnar unnu sér rétt til að taka þátt í þessum umspilsleikjum við Osijek  með stórsigrum á færeysku meisturunum og þeim litháisku á einskonar hraðmóti sem spilað var í Litháen upp úr miðjum ágúst. Okkar konur voru talsvert sterkari en þær króatísku í fyrri leiknum þótt það dygði nú bara til jafnteflis. Hér má lesa meira um þann leik.

Nú eru úrslitin fram undan og til að tryggja þér miða á leikinn þarftu að fara í gegnum tix.is, til dæmis með því að smella hér.

Til baka