BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Mikaela Nótt í Breiðablik

05.12.2022 image

Mikaela Nótt Pétursdóttir hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks. Mikaela Nótt kemur frá Haukum en hún var á láni hjá Val síðastliðið sumar. Mikaela er 18 ára gömul og er fjölhæfur varnarmaður. Hún hefur góða reynslu í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur og hefur leikið 61 mótsleik fyrir Hauka og Val.

Mikaela hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og á að baki 17 unglingalandsleiki.

Við bjóðum Mikaelu hjartanlega velkomna í Blikafjölskylduna og hlökkum til að sjá hana á vellinum.

image

Til baka