BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Melina Ayres til Breiðabliks

12.04.2022 image

Ástralski framherjinn Melina Ayres er kominn til Breiðabliks á láni frá Melbourne Victory út keppnistímabilið.

Ayres er 22 ára og hefur verið lykilmaður hjá Melborune Victory undanfarin ár í áströlsku atvinnumannadeildinni en þær urðu ástralskir meistarar annað árið í röð á dögunum. Í fyrra skoraði Ayres 8 mörk í 14 leikjum fyrir meistarana. Eftir að hafa verið frá vegna meiðsla lengstan hluta af nýafstönu tímabili þá hafnaði liðið í fjórða sæti deildarkeppninnar og komust naumlega í úrslitakeppnina.

Ayres var allt í öllu í lokaleikjum tímabilsins og skoraði 2 mörk í 4 leikjum auk þess að leggja upp nokkur mörk fyrir liðsfélaga sína og átti stóran þátt í því að Melbourne Victory vörðu titilinn.

Ayres á að baki 6 U20 ára landsleiki fyrir Ástralíu og skorað í þeim 3 mörk.

Við bjóðum Melinu Ayres velkomna til Breiðabliks og hlökkum til að sjá hana á vellinum í sumar.

image

Ásmundur Arnarson þjálfari og Melyna Ayres.

Til baka