Markvörðurinn Aníta Dögg til Breiðabliks
11.05.2022Markvörðurinn knái Aníta Dögg Guðmundsdóttir er gengin til liðs við Breiðablik og hefur skrifað undir samning út keppnistímabilið.
Aníta Dögg verður 22 ára á árinu og lék með Víkingi Reykjavík á síðastliðnu keppnistímabili. Hún er uppalin í FH þar sem hún hóf meistaraflokksferilinn. Hún hefur alls leikið 93 keppnisleiki í meistaraflokki og þar af 16 leiki í efstu deild.
Aníta Dögg kom til landsins á dögunum en hún stundar nám í Bandaríkjunum. Aníta verður hjá Blikum fram í ágúst en þá heldur hún aftur út til náms.
Við bjóðum Anítu Dögg hjartanlega velkomna í Blikafjölskylduna.
Ásmundur Arnarson þjálfari og Anita Dögg handsala hér samkomulagið.