BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Margrét Brynja Kristinsdóttir skrifar undir

07.05.2021

Margrét Brynja hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Hún varð 16 ára þann 5.maí. Margrét Brynja er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur leikir allar fremstur stöðurnar á vellinum. Hún er áræðinn leikmaður sem bæði skorar og leggur upp mörk. Hún hefur leikið 12 leiki fyrir meistaraflokk með Augnablik og skorað í þeim 3 mörk. Hún lék einnig æfingaleik með meistaraflokki Breiðabliks á dögunum gegn Val þar sem hún skoraði 2 mörk.

Við hlökkum að fylgjast með Margréti Brynju halda áfram að þróa sinn leik. Til hamingju með samninginn.

Til baka