BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Laufey Harpa skrifar undir

22.12.2021

Laufey Harpa Halldórsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik.

Laufey Harpa er 21 árs gömul, öflugur vinstri bakvörður og kemur frá uppeldisliði sínu Tindastóli. Hún hefur þegar spilað í sex ár með meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína.

Laufey Harpa var meðal annars í liði ársins þegar Tindastóll tryggði sér sæti í efstu deild haustið 2020. Í kjölfarið var hún valin í æfingahóp A-landsliðsins, en hún á auk þess að baki leiki með yngri landsliðum.

Laufey Harpa fór með Blikum til Parísar í síðustu viku og æfði þar með liðinu fyrir leikinn gegn stórliði PSG í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Velkomin í Kópavoginn Laufey Harpa.

Til baka