BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kristófer Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna

28.10.2021

Kristófer Sigurgeirsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki. Kristófer mun jafnframt vera í þjálfarateymi 3. flokks kvenna, og koma enn frekar að þjálfun yngri flokka.

Það þá með sanni segja að Kristófer sé kominn heim. Hann hóf meistaraflokksferil sinn með Blikum og lék alls 189 leiki fyrir félagið á sínum tíma og skoraði í þeim 39 mörk. Hann lék einnig með Fram og Fjölni hér á landi auk þess sem hann lék sem atvinnumaður í Svíþjóð og Grikklandi.

Kristófer var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðablik árin 2015 og 2016 og var um tíma yfirþjálfari yngri flokka. Kristófer hefur einnig verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá HK, Fjölni og Val auk sem hann var aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá Reyni Sandgerði og Leiknir R.

Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur Blika að fá Kristó okkar aftur heim.

Við bjóðum Kristó hjartanlega velkominn til starfa.

Til baka