BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kristín Dís til Danmerkur

07.01.2022 image

Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá Brøndby í Kristínu Dís Árnadóttur og hefur hún náð samkomulagi við danska félagið.

Kristín Dís er Bliki í húð og hár. Hún byrjaði feril sinn í meistaraflokki með Augnabliki og spilaði svo sína fyrstu leiki með Breiðabliki fyrir fimm árum, þá 16 ára gömul. Leikirnir með Blikum eru síðan orðnir fleiri en 150 talsins.

image

Kristín Dís hefur jafnframt verið í stóru hlutverki í vörn Breiðabliks síðustu ár og hjálpað liðinu að Íslands- og bikarmeistaratitlum og sögulegum árangri í Meistaradeild Evrópu.

Kristínu Dís er þakkað kærlega fyrir sitt framlag hjá Breiðabliki, þar sem hún hefur verið mikil fyrirmynd og mikilvægur liðsmaður innan félagsins.

Við óskum henni góðs gengis í komandi verkefnum með Brøndby í Danmörku.

image

Til baka