BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Karitas Tómasdóttir í Breiðablik

16.01.2021

Miðjumaðurinn öflugi Karitas Tómasdóttir skrifaði í dag undir samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks.

Karitas er fædd árið 1995 og kemur frá Hellu. Hún hóf knattspyrnuferil sinn með KFR en skipti yfir í Selfoss á sautjánda ári. Hjá Selfossi hefur hún verið algjör lykilmaður undanfarin ár. Hún hefur leikið 121 leik í deild og bikar með Selfossi og varð Bikarmeistari með þeim árið 2019. Hún var í kjölfarið kosinn besti leikmaður úrslitaleiksins á flestum miðlum. Hún stundaði nám í Bandaríkjunum frá 2015-2018 og lék samhliða því með TCU háskólanum í Texas.

Karitas er afar öflugur leikmaður, sterk í návígum, með mikla hlaupagetu og það er mikið fagnaðarefni að hún hafi valið að koma í Breiðablik.

Við bjóðum Karitas hjartanlega velkomna og hlökkum til að sjá hana á vellinum.

Til baka