BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Írena Héðinsdóttir skrifar undir

11.02.2021

Írena Héðinsdóttir Gonzalez hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks sem gildir út árið 2023. Hún er leikin miðjumaður með góðan leikskilning og getur stýrt uppspili liðs. Írena verður 17 ára í apríl.

Írena hefur þegar öðlast dýrmæta reynslu í meistaraflokki en hún hefur leikið 19 leiki og skorað eitt mark í 1. deild kvenna og í Bikarkeppni KSÍ með Augnablik. Þá hefur hún þegar leikið þrjá landsleiki með yngri landsliðum Íslands og skorað eitt mark.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni halda áfram að taka framförum. Við óskum Írenu til hamingju með samninginn.

Til baka