BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ingunn Þóra semur við Knattspyrnudeild Breiðabliks!

16.02.2022 image

Ingunn Þóra Kristjánsdóttir Sigurz hefur samið við Knattspyrnudeild Breiðabliks.

Ingunn Þóra er öflugur varnarmaður, sterk í návígjum og hefur góðan hraða. Hún hefur nú þegar leikið tvo leiki í efstu deild þar sem hún lék á láni með ÍBV seinni hluta síðasta sumars. Ingunn er þar að auki reglulega hluti af úrtakshópum KSÍ.

Við erum spennt að sjá Ingunni þróast enn frekar í grænu treyjunni en hún er einmitt yngri systir Kristjönu Sigurz sem leikur þegar með liðinu.

Til baka