BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hugrún Helgadóttir framlengir

29.03.2021

Hugrún sem varð 19 ára á dögunum er öflugur hafsent en getur einnig leikið sem miðjumaður. Hugrún er mikill leiðtogi. Hún er komin með góða reynslu í meistaraflokki en hún hefur spilað 64 leiki með með meistaraflokki Augnabliks og hefur skorað í þeim sjö mörk.

Hugrún var í lykilhlutverki í hjarta varnarinnar hjá Augnablik í fyrra og missti aðeins af einum leik. Hún á þrjá unglingalandsleiki að baki fyrir Íslands hönd.

Við hlökkum til að fylgjast með Hugrúnu halda áfram að þróa sinn leik. Til hamingju með samninginn.

Til baka