BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hrafnhildur Ása semur við Breiðablik

10.06.2022 image

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur samið við Hrafnhildi Ásu Halldórsdóttur!

Hrafnhildur er fjölhæfur miðjumaður fædd árið 2006. Hún er leikin með gott auga fyrir spili, pressar vel og leggur sig alltaf 100% fram.

Hrafnhildur Ása lék sína fyrstu leiki í Lengjudeildinni síðasta sumar en hún á einnig landsleiki með U16 og nú síðast U17 ára liði Íslands fyrir stuttu. Í vetur lék hún sína fyrstu leiki með meistaraflokki Breiðabliks í Lengjubikarnum.

Á Alsace Cup í Frakklandi nú um liðna helgi var Hrafnhildur valin í úrvalslið mótsins eftir frábæra frammistöðu þar.

Við erum spennt að fylgjast með Hrafnhildi Ásu í grænu í sumar!

Til baka