BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hildur Þóra skrifar undir nýjan samning

05.12.2022 image

Varnarmaðurinn öflugi Hildur Þóra Hákonardóttir hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Breiðabliks sem gildir út keppnistímabilið 2024. 

Hildur Þóra hefur leikið 79 leiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks og hefur tvívegis orðið Íslands- og bikarmeistari með félaginu. Hildur Þóra stundar nú nám við Harvard í Bandaríkjunum. Hún kom sterk inn í Blikaliðið í sumar eftir að hún kom heim frá Bandaríkjunum og lék 9 leiki í deild og bikar áður en hún hélt aftur til náms. 

Hildur Þóra á að baki 25 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað í þeim þrjú mörk.

Það er mikið fagnaðarefni að Hildur Þóra sé búin að skrifa undir nýjan samning við Breiðabliks. Við hlökkum til að sjá hana á vellinum í sumar.

Til baka