BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hildur Lilja skrifar undir nýjan þriggja ára samning

28.04.2022 image

Hildur Lilja Ágústsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Á sama tíma skrifaði hún undir lánssamning við KR þar sem hún mun spila í Bestu deildinni í sumar.

Hildur Lilja verður 19 ára gömul á árinu og hefur leikið þrjá mótsleiki fyrir meistsaraflokk Breiðabliks. Hún hefur undanfarin ár verið lykilmaður hjá meistaraflokki Augnabliks í Lengjudeildinni og var til að mynda fyrirliði liðsins seinni hluta síðasta tímabils. Hildur Lilja hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og á að baki 15 landsleiki og hefur skorað í þeim 5 mörk

Við fögnum því að Hildur Lilja sé búin að skrifa undir nýjan samning við Breiðablik og fylgjumst spennt með henni hjá KR í sumar.

image

Ásmundur Arnarson þjálfari og Hildur Lilja Ágústsdóttir handsala hér nýjan samning.

Til baka