BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Heiðdís til Benfica

01.01.2022

Varnarmaðurinn sterki Heiðdís Lillýardóttir hefur gert samning við portúgalska stórveldið Benfica. Samningurinn gildir fram á vorið og ef vel tekst til þá mun portúgalska liðið kaupa Heiðdísi af Breiðablik og gera 2 ára samning við hana.

Heiðdís sem er 25 ára hefur spilað 138 leiki fyrir Blikaliðið og skorað 6 mörk. Hún er frá Egilsstöðum en hefur spilað fyrir Blikaliðið undanfarin 5 ár. Heiðdís á að baki 16 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Heiðdís er enn einn leikmaðurinn sem fer frá Blikunum í atvinnumennsku. Þetta er mikil viðurkenning fyrir það mikla starf sem félagið er að vinna á öllum sviðum.

Gangi þér vel Heiðdís!

Til baka