BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Heiðdís Lillýardóttir framlengir

20.11.2020

Heiðdís Lillýardóttir hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Breiðabliks um þrjú ár og er nú samningsbundin í Kópavoginum út tímabilið 2023.

Heiðdís kom frá Selfossi fyrir fjórum árum en hún byrjaði ferilinn með Hetti á Egilsstöðum. Hún hefur verið lykilmaður í vörn Breiðabliks síðustu ár og sannað sig sem einn sterkasti varnarmaður landsins.

Tölfræðin lýgur engu um það, enda fengu Blikar aðeins þrjú mörk á sig í deildinni í ár og Heiðdís var verðskuldað valin í lið ársins hjá fotbolti .net í kjölfarið. Hún átti einnig stóran þátt í Íslands- og bikarmeistaratitlum Blika 2018. Heiðdís hefur alls leikið 107 leiki fyrir Breiðablik.

Heiðdís á að baki 19 leiki með yngri landsliðum Íslands og verið valin í æfingahópa A-landsliðsins.

Það eru frábær tíðindi fyrir Blika að hafa Heiðdísi áfram í herbúðum félagsins.

Til baka