BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Heiðdís lánuð til Portúgal

03.01.2022

Heiðdís Lillýardóttir hefur verið lánuð til portúgalska meistaraliðsins Benfica.

Samningurinn gildir fram í apríl. Að því loknu munu félögin ræða saman um framhaldið.

Heiðdís er 25 ára gömul og hefur spilað með Breiðabliki frá árinu 2017 þar sem hún hefur spilað stórt hlutverk í vörn liðsins.

Hún hefur á tíma sínum í Kópavoginum unnið bæði Íslands- og bikarmeistaratitla og spilað fjölmarga leiki með Blikum í Meistaradeild Evrópu.

Haft er eftir Heiðdísi á heimasíðu Benfica að hún sé komin í eitt stærsta félagslið í heimi. Hún sé þangað komin til að vinna titla og sé mjög ánægð með þá umgjörð sem er til taks hjá félaginu.

Við óskum Heiðdísi góðs gengis í Portúgal og þökkum henni fyrir sitt framlag hjá Breiðabliki í bili.

Til baka