BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hafrún Rakel skrifar undir

22.01.2021

Hafrún Rakel Halldórsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu til næstu þriggja ára.

Hafrún Rakel, sem er fædd árið 2002, kom til Blika frá Aftureldingu fyrir síðasta tímabil og öðlaðist fljótt ábyrgðarhlutverk í liðinu. Hún lék alla leiki Blika í Pepsi Max-deildinni í sumar og var mikilvægur hlekkur í Íslandsmeistaraliðinu.

Hafrún Rakel kórónaði góða frammistöðu sína í sumar með því að vera valin í æfingahóp A landsliðsins í nóvember fyrir landsleikina mikilvægu gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. Hafrún á að baki 24 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Á sínu fyrsta tímabili í efstu deild sýndi Hafrún Rakel svo sannarlega að hún á framtíðina fyrir sér og það eru mikil gleðitíðindi að hafa hana áfram í Kópavoginum.

Til baka