BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Eydís Helgadóttir skrifar undir samning

26.03.2021

Eydís Helgadóttir hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks.

Eydís sem varð 19 ára á dögunum er fjölhæfur leikmaður sem getur bæði leikið kantstöðurnar sem og á miðjunni. Hún hefur leikið 46 leiki fyrir meistaraflokk Augnabliks og skorað í þeim 8 mörk. Eydís var lítið með í fyrra vegna meiðsla en hefur komið öflug til baka á undirbúningstímabilinu og skoraði meðal annars þrennu með Augnablik gegn Grindavík í Lengjubikarnum fyrr í þessum mánuði.

Það verður spennandi að fylgjast með Eydísi halda áfram að þróa sinn leik. Til hamingju með samninginn.

Til baka