BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Elín Helena skrifar undir

13.02.2021

Elín Helena Karlsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út keppnistímabilið 2023. Á sama tíma skrifaði hún undir lánssamning við Keflavík þar sem hún mun leika í Pepsi Max deildinni í sumar.

Elín Helena er fædd árið 2002 og er öflugur varnarmaður sem leikur oftast sem hafsent. Hún hefur leikið 10 leiki með meistaraflokki Breiðabliks. Á síðasta tímabili var Elín Helena í lykilhlutverki hjá meistaraflokki Augnabliks í Lengjudeildinni. Hún lék 18 leiki í deild og bikar og skoraði eitt mark ásamt því að vera fyrirliði liðsins.

Elín Helena á fimm landsleiki að baki fyrir U17 og U19 ára landslið Íslands.

Ljóst er að Elín Helena mun styrkja lið Keflavíkur. Það verður frábær reynsla fyrir hana að spila í Pepsi Max deildinni í sumar og við hlökkum til að fylgjast með henni halda áfram að þróa sinn leik. Til hamingju með samninginn Elín Helena.

Til baka