Elín Helena hefur skrifð undir nýjan þriggja ára samning
27.04.2022
Elín Helena Karlsdóttir hefur skrifð undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Á sama tíma skrifaði hún undir lánssamning við Keflavík þar sem hún mun spila í Bestu deildinni í sumar líkt og hún gerði í fyrra.
Elín Helena sem verður tvítug í sumar hefur leikið 16 keppnisleiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks. Þá lék hún 17 keppnisleiki með Keflvíkingum síðasta sumar sem lánsmaður og átti stóran þátt í því að liðið hélt sæti sínu í efstu deild.
Elín Helena á að baki 5 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd.
Við fögnum því að Elín Helena sé búin að skrifa undir nýjan samning við Breiðablik og fylgjumst spennt með henni hjá Keflavík í sumar.
Ásmundur Arnarson þjálfari og Elín Helena Karlsdóttir handsala hér nýjan samning.