BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Clara Sigurðardóttir til Breiðabliks

11.11.2021

Miðjumaðurinn Clara Sigurðardóttir er gengin til liðs við Breiðablik og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Clara er 19 ára gömul en er nú þegar afar reynslumikil. Sumarið 2017, þegar hún var aðeins 15 ára, spilaði hún til að mynda 17 leiki í Pepsi-deildinni og hefur frá því verið í stóru hlutverki með uppeldisliði sínu ÍBV. Hún spilaði einnig eitt tímabil á Selfossi og á alls að baki 83 leiki og 9 mörk í efstu deild.

Clara hefur einnig verið fastaleikmaður í yngri landsliðum síðustu ár og hefur þar spilað 35 landsleiki.

Clara er þekkt fyrir að gefa ekkert eftir á miðjunni og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þegar sýnt það í mörg ár hversu öflug hún er. Það verður gaman að fylgjast með henni taka næsta skref á ferlinum með bikarmeisturum Breiðabliks.

Velkomin í Kópavoginn Clara.

Kristófer Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari býður Clöru velkomna til Breiðabliks. 

Til baka