BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik semur við Sunnu Kristínu

21.12.2022 image

Sunna Kristín Gísladóttir undirritaði á dögunum sinn fyrsta samning við Breiðablik. Sunna er 15 ára miðjumaður sem hefur leikið tvo landsleiki með U15 landsliði Íslands.

Í fyrra steig hún sín fyrstu skref í liði Augnabliks og er hún nú í hópi liðsins fyrir næsta tímabil.

Við fylgjumst vel með Sunnu á næstu misserum - áfram Breiðablik!

Til baka