BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar semja við belgíska landsliðskonu

30.09.2021

Blikar semja við belgíska landsliðskonu Belgíska landsliðskonan Alexandra Soree, eða Zandy Soree, hefur skrifað undir samning við Breiðablik og tekur slaginn með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Zandy er 23 ára gömul, fædd í Bandaríkjunum en á belgískan föður. Hún spilaði fyrir yngri landslið Belgíu og á að baki fjóra leiki með A-landsliði þjóðarinnar. Hún hefur undanfarið verið á mála hjá liðum í bandarísku atvinnumannadeildinni, bæði Houston Dash og Orlando Pride.

Zandy er öflugur leikmaður sem getur bæði leikið á miðju sem og framar á vellinum. Hún gefur Blikum aukna breidd og reynslu fyrir átökin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hún er komin til landsins og verður klár í slaginn þegar stórlið PSG mætir í Kópavoginn á miðvikudaginn.

Velkomin Zandy????

Til baka