BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Björk skrifar undir samning við Breiðablik

16.04.2021

Björk Bjarmadóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Björk verður 18 ára í júlí á þessu ári. Hún er sóknarsinnaður leikmaður sem getur leikið í öllum fremstu stöðunum. Björk er leikin með boltann og hefur gott markanef. Hún lék 19 leiki með meistaraflokki Augnabliks síðastliðið sumar og skoraði 9 mörk í deild og bikar.

Það verður spennandi að fylgjast með Björk halda áfram að þróa sinn leik. Til hamingju með samninginn.

Til baka