BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Birta skrifar undir samning við Breiðablik

24.04.2021

Birta Brigisdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Birta er 18 ára gömul en hún á afmæli í dag!

Birta getur leikið í öllum fremstu stöðunum á vellinum en leikur oftast sem hægri kantmaður. Birta er skapandi leikmaður sem bæði leggur upp mörk og skorar.

Birta er þegar komin með góða meistaraflokksreynslu en hún byrjaði ung að spila með meistaraflokki Augnabliks. Hún hefur leikið 71 mótsleik fyrir Augnablik og skorað í þeim 11 mörk.

Við óskum Birtu til hamingju með daginn og til hamingju með samninginn. Við hlökkum til að fylgjast með henni halda áfram að þróa sinn leik.

Til baka