BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Birta skrifar undir nýjan samning við Breiðablik

22.08.2022 image

Grafík: Halldór Halldórsson

Birta Georgsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin út tímabilið 2024.

Birta, sem verður tvítug í ár, er á sínu öðru ári með Blikum. Hún hefur á þeim tíma spilað 57 leiki, skorað 11 mörk og sannað sig sem mikilvægur hlekkur í liðinu. Hún hefur sýnt miklar framfarir í sínum leik og var meðal annars valin besti leikmaðurinn í Bestu deild kvenna í júnímánuði að mati Morgunblaðsins.

Það eru gleðitíðindi að Birta hafi skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og við hlökkum til að fylgjast með henni dafna enn frekar í Kópavoginum.

image

Ásmundur Arnarsson þjálfari og Birta Georgsdóttir handsala hér nýjan samning.

Til baka