BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Birta Georgsdóttir til Breiðabliks

21.01.2021

Birta Georgsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Birta er fædd árið 2002 og kemur frá FH þar sem hún hefur leikið undanfarin ár en hún er uppalin hjá Stjörnunni.

Birta er hraður og sterkur framherji. Hún hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar leikið 48 leiki í meistaraflokki og skorað 13 mörk. Þá á hún 25 landsleiki að baki með U16, U17 og U19 landsliðum Íslands.

Við bjóðum Birtu hjartanlega velkomna í Breiðablik og hlökkum til að sjá hana á vellinum.

Til baka