BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Birna Kristjánsdóttir til Breiðabliks

06.08.2021

Markvörðurinn reynslumikli Birna Kristjánsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik sem gildir út keppnistímabilið. Birna er uppalinn Bliki og hefur leikið 79 leiki fyrir Breiðablik. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir Blika árið 2003.

Birna hefur komið víða við á ferlinum og hefur meðal annars leikið fyrir Val, Stjörnuna og KR hérlendis. Hún hefur leikið einn landsleik fyrir Íslands hönd.

Við bjóðum Birnu velkomna aftur heim.

Til baka