BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Birna Kristín skrifar undir samning

26.01.2021

Birna Kristín Björnsdóttir hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks út árið 2023. Birna verður 17 ára í febrúar.

Hún er snöggur bakvörður sem getur leikið bæði hægra og vinstra megin og tekur gjarnan virkan þátt í sóknarleiknum.

Þrátt fyrir ungan aldur á Birna að baki 33 meistaraflokksleiki fyrir Augnablik í 1.deild og í Bikarkeppni KSÍ. Þá hefur Birna Kristín þegar leikið fimm unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd en hún hefur bæði leikið fyrir U16 og U17.

Við hlökkum til að fylgjast með þessum efnilega leikmanni halda áfram að vaxa og dafna. Við óskum Birnu Kristínu til hamingju með samninginn.

Til baka