BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Bikarmeistarar kvenna 2013

25.08.2013

Blikastelpurnar urðu bikarmeistarar kvenna eftir 2:1-sigur á Þór/KA í úrslitaleik á Laugardalsvelli.

Guðrún Arnardóttir skoraði fallegt skallamark á 19. mínútu eftir hornspyrnu og kom Blikum yfir og var staðan 1:0 í hálfleik.

Þór/KA hóf seinni hálfleikinn af miklum krafti og jafnaði leikinn er þær fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Mateju Zver sendi þá boltann inn á nærstöng þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir var á réttum stað og náði að skora með skalla. Eftir tæplega klukkutíma leik kom hins vegar sigurmarkið og það gerði Rakel Hönnudóttir með skoti úr miðjum teignum eftir fyrirgjöf Þórdísar Hrannar Sigfúsdóttur.

Stelpurnar komu mjög vel undirbúnar til leiks og ætluðu sér greinilega sigur í þessum leik.

Til hamingju Blikar með titilinn.

Til baka