BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2022: Breiðablik – Þór/KA

27.04.2022 image

Fyrsti leikur okkar kvenna í Bestu 2022 er gegn Þór/KA á Kópavogsvelli.

Flautað verður til leiks kl.17:30!

Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Leikurinn verður sýndir á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Útsending hefst klukkan 17:15. 

Sagan

Innbyrðisleikir Breiðabliks og Þórs/KA á þessari öld (frá og með árinu 2000) eru 34. Blikar hafa sigrað 18 sinnum, Þór/KA 11 sinnum og 5 sinnum hafa liðin skilið jöfn, síðast á SaltPay vellinum 28. Júlí í fyrra. Á Kópavogsvelli hefur Breiðablik unnið 11 sinnum, Þór/KA 4 sinnum og 2 hefur verið jafntefli. Á síðustu 6 árum hafa Blikar 3 sigra á móti 2 jafnteflum og 1 tapi á Kópavogsvelli.

Síðustu 3 leikir á Kópavogsvelli:

12.09 14:00
2021
Breiðablik
Þróttur
6:1
3
A-deild | 18. umferð
Kópavogsvöllur | #

19.08 18:00
2020
Breiðablik
Þór/KA
7:0
3
A-deild | 9. umferð
Kópavogsvöllur | #

01.08 18:00
2019
Breiðablik
Þór/KA
0:0
3
A-deild | 13. umferð
Kópavogsvöllur | #

Gamli leikurinn

30.08 18:00
2000
Breiðablik
Þór
10:0
1
A-deild | 13. umferð
Kópavogsvöllur | #

27.06 20:00
2000
Þór/KA
Breiðablik
0:10
1
A-deild | 5. umferð
Þórsvöllur | #

Árið 2000 sigruðu Blikar í báðum leikjunum 10-0.  Á þeim árum voru svona risasigrar algengir. Af þessum 20 mörkum skoraði Rakel Björk Ögmundsdóttir 7, Eyrún Oddsdóttir og Hrefna Huld Jóhannesdóttir 3 hvor, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir 2 og þær Erna Björk Sigurðardóttir, Margrét Rannveig Ólafsdóttir, Sigrún Aðalheiður Gunnarsdóttir, Laufey Ólafsdóttir eitt hver og eitt mark var skráð sem sjálfsmark Þórs/KA.

image

Blikahópurinn 2022

Blikar koma til leiks með töluvert breytt lið frá því í fyrra þótt sumar hafi fengið eldskírn sína í Meistaradeildinni í haus. Sterkir póstar eru farnir úr liðinu og hafa nokkrar bæst við í staðinn og heldur fleiri útlendingar en Breiðablik er þekkt fyrir.

Byggt á síðustu leikjum má búast við liðinu svona:

Telma í markinu. Ásta, Natasha, Hafrún Rakel, Laufey, Írena, Taylor, Karitas, Hildur, Alexandra og Helena Ósk.

Komnar:

Alexandra Soree frá Bandaríkjunum, Anna Petryk frá Úkraínu, Clara Sigurðardóttir frá ÍBV, Helena Ósk Hálfdánardóttir frá Fylki, Karen María Sigurgeirsdóttir frá Þór/KA, Laufey Harpa Halldórsdóttir frá Tindastóli, Melina Ayers frá Ástralíu, Natasha Anasi frá Keflavík, Írena Héðinsdóttir Gonzalez frá Augnabliki (var á láni), Kristjana Sigurz Kristjánsdóttir frá ÍBV (Var á láni)

Farnar:

Agla María Albertsdóttir til Svíþjóðar, Chloé Vande Velde til Belgíu, Ísafold Þórhallsdóttir í Aftureldingu, Kristín Dís Árnadóttir til Danmerkur, Selma Sól Magnússdóttir til Noregs, Tiffany McCarty í Þór/KA, Vigdís Edda Friðriksdóttir í Þór/KA, Þórhildur Þórhallsdóttir í Aftureldingu, Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir í FH, Birna Kristín Björnsdóttir í Aftureldingu (Á láni), Elín Helena Karlsdóttir í Keflavík (á láni), Hildur Lilja Ágústsdóttir í KR (á láni)

image

Dagskrá

Flautað verður til leiks kl.17:30!

Græna stofan opin, börger á grilli og rjúkandi kaffi.

Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana.

Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Leikurinn verður sýndir á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Útsending hefst klukkan 17:15. 

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

H20

Gefðu kost á þér í liðið

Blikar.is er óháður stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks og nú vantar okkur fleira fólk til að sjá um að skrifa efni og setja inn efni og miðla því á samfélagsmiðlum Blikar.is. 

Stuðningsmannavefurinn er mjög öflugur í allri fréttamiðlun á blikar.is vefnum og tengdum samfélagsmiðlum.

Ef þú hefur áhuga á og tíma til að gefa kost á þér í þetta lið, þá sendu okkur endilega línu á blikar@blikar.is

Miðlarnir okkar eru:

www.blikar.is

Blikar.is á Facebook 

Blikar_is á Twitter

Blikar_is á Instagram

Blikahornið á Soundcloud

Nánar um Blikar.is

Heimaleikjaplan 2022:

image

Til baka