Bergþóra Sól skrifar undir nýjan þriggja ára samning
26.04.2022
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir skrifar undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.
Bergþóra Sól sem er 19 ára gömul hefur leikið 34 keppnisleiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks og skorað í þeim 2 mörk. Hún hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og á að baki 13 unglingalandsleiki og hefur skorað í þeim eitt mark.
Bergþóra er óðum að koma til eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna hnémeiðsla. Við fögnum því að þessi öflugi leikmaður sé búinn að skrifa undir nýjan samning við Breiðablik og vonumst við til þess að sjá hana á vellinum sem fyrst.
Ásmundur Arnarson þjálfari og Bergþóra Sól Ásmundsdóttir handsala nýjan samning.