BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Belgísk landsliðskona til Breiðabliks

28.05.2021

Breiðablik hefur fengið belgísku landsliðskonuna Chloé Vande Velde að láni frá Gent í Belgíu. Hún er nú á leiðinni í landsliðsverkefni með belgíska landsliðinu sem mætir Spáni og Luxemborg í júní en kemur svo til Íslands að þeim leikjum loknum. Hún verður lögleg með Blikum þegar opnað verður fyrir félagaskipti á ný í byrjun júlí.

Chloé, sem verður 24 ára í júní, er afar öflugur leikmaður og á að baki 19 landsleiki fyrir Belgíu. Hún gefur liðinu mikla reynslu og aukna breidd fyrir átökin á Íslandsmótinu og í Meistaradeildinni.

Breiðablik fagnar því að Chloé sé á leið í Kópavoginn og býst við miklu af henni þegar hún fær að byrja keppni í græna búningnum í byrjun júlí.

Til baka